Lagfæra lóð á leikskólanum Rjúpnahæð. Þar vantar kastala fyrir eldri börnin og gras-sparkvöll með marki.
Lóðin við leikskólann Rjúpnahæð er ekki í nógu góðu standi. Þar er stórt svæði sem er bara möl og þar þyrfti að koma stór og góður kastali og gras-sparkvöllur með marki.
Vantar meira á hana fyrir börnin
Verður að nýta þetta fína pláss sem er til staðar og er ónýtt eins og staðan er núna
Það vantar leiktæki fyrir eldri börnin á leikskólanum. Þarna er stórt svæði sem ekkert nýtist og mætti nýta betur.
Þú tókst þátt í hugmyndaferlinu í lýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur síðastliðið haust. Þessi hugmynd hefur komist áfram í kosningaferlið í Okkar Kópavogur en getur mögulega hafa tekið einhverjum breytingum. Hugmyndin er í kosningu í Linda- og Salahverfi. Rafrænar kosningar eru hafnar og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation