Aðkoman frá Reykjavíkurvegi inná Bæjarlindina stuðlar að hröðum akstri í Bæjarlindinni, bílar koma sumir á fullri ferð og það er enginn hraðahindrun til að hægja á þeim.
Léttir töluvert á umferð til og frá Kópavogi - austur.
Ef það yrði lokað fyrir aðkomuna í Bæjarlindina myndi það minnka umferðina um Bæjarlindina og hægja á umferðinni. Hægt væri að hafa áfram opið inná bensínstöðina. Hægt er að fara í frárein aðeins neðar á Rvk.veginum til að komast inní hverfið. Held að margir séu bara að "stytta" sér leið þarna.
Ég bý í Fjallalind og ef þessari leið verður lokað mun þurfað að fara alla leið upp í Salarhverfi til að komast heim til mín úr vinnunni.
Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Okkar Kópavogur og fer því ekki í kosningu. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndaferlinu og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins Okkar Kópavogur er farin af stað og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á heimasíðu verkefnisins www.kopavogur.is/okkarkopavogur
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation