Lögleiðing skriðdýra á Íslandi

Lögleiðing skriðdýra á Íslandi

Þessi hugmynd hefur núþegar komið inn, ætla að hreinskrifa hana. Ég legg til að við afléttum banni við ákveðnum skridýrum, eins og t.d. kamelljón, eðlur, smærri snákar og landskjaldbökur. Það eru margir hér á landi sem eru miklir áhugamenn um þessi heillandi dýr og að halda þeim frá því eignarhaldi er ekki að hjálpa. Þetta spornar frá því að þeir sem vilja þessi dýr brjóta lög með smygli og geta ekki veitt dýrinu ásættanlega læknisaðstoð og viðunnandi umönnun. Auk óvissu ríkisins um eignarhaldi.

Points

Afar litlar líkur eru á því að smitast af salmonellu frá þessum dýrum ef að eigandi veit betur. Eignarhald þessara dýra sé lögleitt fyrir þá sem eru 18 ára og eldri með skriflegu samþykki um vitund af smithættu eins og nágrannalönd okkar hafa gert. Ísland er í dag eina þjóðin sem heldur yfir algjöru banni á þessum dýrum. Td. var bann sett á hundahald í Reykjavík árið 1924 vegna smithættu af bandormi (afnumið árið 1984), nú í dag er hægt að finna hunda á þriðja hverju heimili í Reykjavík.

Það ætti að leifa öll þessi dýr nema eitruðum svo framalega að þetta séð skráð og örmerkt.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information