Öflugur innlendur landbúnaður, með áherslu á nýsköpun og lífræna ræktun, er undirstaða heilnæmrar og öruggrar matvælaframleiðslu í landinu þar sem hagur bænda og neytenda fer saman.
Auka þarf nýsköpun og rannsóknir í landbúnaði, vöruþróun sem og möguleika á rekjanleika með upprunamerkingum. Stefnt skal að kolefnishlutleysi greinarinnar í takt við markmið um kolefnishlutlaust Ísland 2040. Tryggja þarf ábyrga umgengni við landið, forðast ofbeit sem og bæta möguleika á lífrænum valkostum í hvers kyns landbúnaði.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation