Skýr staða í alþjóðlegu samstarfi

Skýr staða í alþjóðlegu samstarfi

Núgildandi stjórnarskrá endurspeglar ekki þær aðstæður sem Íslendingar búa við. Til þess að tryggja að rétt og vel sé staðið að þátttöku Íslands í alþjóðlegu samstarfi þarf að setja ný ákvæði í stjórnarskrá sem veita stjórnvöldum viðeigandi heimildir til framsals valds, en setja þeim um leið skýran ramma þannig að hagsmunir þjóðarinnar verði aldrei sniðgengnir.

Points

Ekki breyta neinu. Stjórnarskráin er fín eins og hún er núna

Það er einfaldlega óráðlegt og óviturlegt (að mínu mati) að 60-70 manns geti framsalað valdi og réttindum Íslendinga. Þó að margir þingmanna setji áratugum saman á þingi, er enginn kosinn til lengri tíma en 4 ára í einu. Stjórnarskráin þarf að verja þjóðarhagsmuni og allir samningar og öll ákvæði eða lög sem munu hafa áhrif á þjóðina og einstaka íslendinga, ættu að vera vel kynnt og lögð undir samþykki þjóðarinnar. Gæti verið rafrænt til að nýta aurana betur. Þjóðin á að koma að öllu svona.

Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja. Við nýtingu auðlindanna skal hafa sjálfbæra þróun og almannahag að leiðarljósi.

Búið að afgreiða málið.

21. gr. fjallar um þetta. Ákvæðið er hundrað ára, frá 1919: „Forseti lýðveldisins gerir samninga við önnur ríki. Þó getur hann enga slíka samninga gert, ef þeir hafa í sér fólgið afsal [...] nema samþykki Alþingis komi til.“ Ísland, eins og önnur ríki, hefur gert ýmsa samninga sem fela í sér valdaframsal, enda leiðir slíkt af alþjóðasamvinnu. En forsetinn gerir þá ekki, heldur ríkisstjórn/þing, og það vantar allan umbúnað/skilyrði um þá í stjórnarskrá. Núv. ákvæði er villandi og ófullnægjandi.

Það er virkilega heimskulegt að færa það í stjórnarskrá að það þurfi bara einfaldan meirihluta á þingi til að framsals valds til erlendra ríkja eða stofnanna geti orðið að veruleika. Það þarf ekki að múta nema 32 þingmönnum. Svoleiðis skotleyfi á þjóðina á ekki að færa í stjórnarskrá.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information