Athugasemd við hugmynd að deiliskipulagi fyrir miðbæinn

Athugasemd við hugmynd að deiliskipulagi fyrir miðbæinn

Ég verð að segja að ég varð pínu sjokkeruð að sjá hvernig tillögur um nýtt deiliskipulag fyrir miðbæinn miða að því að skemma okkar fallega bæjarstæði :( Fylla það af húsum meðfram sjávarsíðunni og skyggja þannig á það fallega útsýni sem við höfum notið yfir höfnina og sjóinn. Mér finnst þessar hugmyndir hræðilegar og grátlegt ef þær ná fram að ganga :( Þetta bæjarstæði hefur verið eitt helsta bæjarprýði okkar Hafnfirðinga í gegnum áratugina og synd ef það verður eyðilagt með steypuklumpum.

Points

https://www.fjardarfrettir.is/frettir/skipulagsmal/hvad-thyda-hugmyndirnar-um-nytt-midbaejarskipulag

Ég er ekki viss um að bæjarbúar séu hlynntir þessum tillögum og ég vona að það verði haft fullt samráð við bæjarbúa um skipulag þessa svæðis. Hafnarfjörður er með eitt fallegasta bæjarstæðið á landinu, fólk hefur almennt orð á því hversu fallegur fjörðurinn er séð frá strandstígnum. Það væri glapræði að eyðileggja þetta sérkenni Hafnarfjarðar með steypuklumpum. Ég held að við séum komin á þann stað mannfólkið að meta náttúrufegurðina meira en tilbúna steypu, ég vona það að minnsta kosti.

Verð að tjá mig um hve hræðilegar mér þykja margar af þessum tillögum. Vil ég þar fyrst nefna lokun á hafnarsýn frá miðbæ sem í dag er einkenni bæjarins. Þar má alls ekki byggja! Síðan geysilegur byggingafjöldi í miðbæ sem kemur til með að stuðla að þvílíku bílastæða hallæri. Bílastæði fyrir aftan Bæjarbíó eru mikið notuð af íbúum og gestum á Norðurbakka 1 og 3. Þar er nú þegar líka atvinnustarfsemi sem kallar eftir bílastæðum. Við verðum að vernda bæjarásýnd Hafnarfjarðar fyrir svona hugmyndum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information