Í Austurkór er uppbyggingu hverfisins að ljúka en ekkert leikvæði hefur verið klárað að fullu. Við Austurkór 2 er hálfklárað leiksvæði og við Austurkór 90 er hálfkláraður sparkvöllur. Aftan við Austurkór 79 er skilgreint leiksvæði en vinna ekki hafin. Öll börn sem búa Garðabæjarmegin í Austurkórnum þurfa því að þvera Austurkór og umferð sem þar er til að komast á leiksvæði. Væri því heppilegt að ljúka við gerð leiksvæðis aftan við Austurkór 79 ásamt frágangi á öðrum leiksvæðum.
Það er búið að ganga mjög hægt að byggja upp leiksvæðin þrátt fyrir að hér búa mörg börn og þeim fara fjölgandi.Við erum búin að bíða þólinmóð eftir þessum framkvæmdum en á meðan eru börnin að vaxa upp úr leikvallar-og sparkvallaraldri.Sem betur fer er sparkvöllurinn loksins kominn.Hann er mjög vinsæll en því miður ekki frágenginn.Eigum við aftur að bíða í mörg ár þangað til næsti skref verður tekið?Og eiga fleiri börn að vaxa upp úr leikvallaraldri þangað til völlurinn aftan við nr 79 kemur?
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation