Við skipulagningu miðbæjarins er lykilatriði að markmiðið sé að bæta staðaranda (genius Loci) Hafnarfjarðarbæjar. Það má færa rök fyrir að þétting byggðar upp að göngustíg við Fjarðargötu og alveg upp að kirkju dragi úr þeim staðaranda sem skapast hefur og birgir sýn á lykilkennileyti bæjarins. Við Fjörðinn fer mikið pláss forgörðum fyrir bílastæði sem gætu verið neðanjarðar. Hvet bæjaryfirvöld að muna að mannlífið auðgast af fólki á ferli en ekki með miklu magni bygginga
Staðarandi Hafnarfjarðarbæjar byggist að miklu leyti á hvernig miðbærinn er notaður af fólki, höfum það í forgrunni skipulagningar að bæta upplifun, hjólandi, gangandi og fólks sem er á ferli. Til að mynda má sjá á frídögum stoppar fólk við í bakaríinu Brikk og sjá þaðan útsýni yfir kennileyti bæjar. Þetta eru fjölskyldur, hlaupa, hjóla og gönguhópar. Margir koma frá göngu og hjólastíg við Fjarðargötu enda vinsæll staður. Þetta er mannlífið, mikið magn bygginga er ekki uppskrift að lifandi miðbæ
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation