Gróðurþyrpingar fyrir ofan Setbergið

Gróðurþyrpingar fyrir ofan Setbergið

Svæðið fyrir ofan Lindaberg og Klukkuberg er með eindæmum berangurslegt. Þarna var plantað vísir að skjólbelti fyrir þó nokkrum árum með tröllavíði sem er nú orðinn ónýtur og nú er svæðið ein lúpínubreiða. Hugmynd mín er að planta mismunandi tegundum af trjám í þyrpingar (lauftré og sígrænt) til að draga úr austanáttinni og gera svæðið meira aðlaðandi til útivistar.

Points

Með því að setja niður þyrpingar af gróðri dregur úr vindi á svæðinu og jafnframt hækkar hitastig. Þetta mun einnig hafa hvetjandi áhrif á íbúa svæðisins til að gróðursetja meira því að um leið og búið er að gera eitthvað til að hefta vindfok þá er auðveldara að gróðursetja fjölbreyttari gróður og gera umhverfið skemmtilegra og fallegra til útivistar.

Um leið og farið er að planta meiru af trjám myndast skjól og betri aðstæður til útivistar og leiks. bætum meira við að trjám umhverfis og í Hafnarfirði.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information