Bæta strætósamgöngur við Norðurbæinn. Eins og staðan er núna heitir vagninn á morgnana 22, eftir hádegi er hann nr 43. Ef barn fer t.d. Með strætó á æfingu í Kaplakrika fer það með vagni 43. Litið mál , en ekki er hægt að taka sama vagn til baka heldur verður barnið að fara stóran hring með vagninum niður í Fjörð . Þar breytist svo vagninn sem barnið er í yfir í vagn nr. 44 og fer allt aðra leið. Þannig að barnið þarf að skipta úr vagni 43 yfir í annan vagn sem nú er einnig nr. 43 .
Eins og staðan er nú er mjög erfitt að taka strætó frá Kaplakrika og í norðurbæinn. Því neyðast flestir til að sækja börnin á íþróttaæfingar. Nauðsynlegt að bæta þessar samgöngur með betra strætókerfi eða frístundabíl.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation