Bæta þarf aðgengi fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur milli Kórahverfis og Vífilstaða.
Það er ansi hættulegt að hjóla þarna á götunni. Vantar stíga 🤩
Tenging fyrir gangandi og hjólandi milli Kóra/Vatnsenda og Garðabæjar í gegnum Vífilsstaði er ekki til staðar. Þetta er með vinsælli hjólaleiðum og oft sjást hlauparar í vegöxl við Vífilsstaðavatn sem skapar töluverða hættu.
Sammála það sárvantar göngu- og hjólastíg frá kórahverfi og upp í garðabæ. Núna fer fólk hjólandi á flóttamannaleiðinni sem er stórhættulegt en það er ekkert annað í boði því ekki má maður hjóla/labba á hestastígunum.
Meira öryggi fyrir hjólreiðafolk og gangandi til og frá vinnu og í tómstundum.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation