Gera göngu og hjólastíg alla leið kringum Elliðavatn, núna er hluti af leiðinni eingöngu reiðstígur og mikið af stígunum þarna í nágrenninu eru reiðstígar, það má endilega fjölga gönguleiðum þarna um svæðið milli Elliðavatns og Heiðmerkur og uppi á Vatnsendaheiðinni
Var með sömu hugmynd. Hjartanlega sammála.
Sammála. Nú stendur til að byggja nýtt hverfi upp á hæðinni og bærinn státar sig af útivistarsvæði við Elliðavatn en raunin er sú að það er nánast hvergi hægt að komast niður að vatninu og til að ganga í kringum vatnið þarf maður að ganga á reiðstígum og gömlum bíl vegum.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation