Hlaupa- & gönguhringur í kringum Elliðavatn

Hlaupa- & gönguhringur í kringum Elliðavatn

Í dag er ekki heill göngustígur hringinn í kringum Elliðavatn. Þetta mætti bæta til þess að tengja hann betur á þeim köflum sem hann er ekki tengdur alla leið. Með þessu mætti gera leiðina meira aðlaðandi fyrir íbúa sem vilja njóta nátturunnar betur við útivits, svo sem hlaup, gögnu eða hjólreiðar, og þar með nýta þetta svæði mun meira. Vegalengdin er fullkomin fyrir hlaup og mun skemmtilegri heldur en að hlaupa meðfram götum og bílaumferð.

Points

Frábær tillaga og að lýsa upp leiðina væri ennþá betra.

Elliðavatn og umhverfi þess er mikil náttúruparadís og það myndi auka útivistarmöguleika og öryggi vegfarenda ef göngu- og hjólreiðarstígur yrði lagður hringinn í kringum vatnið. Í dag er erfitt og ógnar öryggi gangandi og hjólandi að fara kringum vatnið þar sem gengið/hjólað er á akvegi hluta leiðarinnar t.d. eins og á Elliðahvammsvegi en enginn gangstígur er meðfram honum. Með þessu mætti jafnvel auka framboð afþreyingar við vatnið.

Væri frábært að fá gönguleið þarna.

hljómar vel yndislegt göngusvæði.

Góð tillaga, í dag þarf að fara á reiðstígum að hluta og umferð gangandi og hjólandi fer ekki sérstaklega vel með hestum. Ég fer bæði ríðandi, hjólandi og gangandi í kringum vatnið og engin spurning er að hafa þetta aðskilið alveg og bæta lýsingu og öryggi.

Vantar akkúrat göngustíg alla leið hringinn.

Væri gott ef að stígar væru það breiðir að auðveldara væri fyrir flesta að geta nýtt sér sem göngu og hjólastíg. Og minna fólk á að hægri réttur er eins á stígum og götum (að fólk víki til hægri en ekki útum allt þegar óskað er eftir að fara fram fyrir)

Mjög góð hugnynd og jákvætt að geta aðskilið gangandi, hjólandi og ríðandi á þessari leið. Það mætti meta kosti og galla lýsingar td með tilliti til þeirra gæða sem felast í að komast út úr ljósmengun og njóta norðurljósa eða stjörnubjarts himins þegar þannig ber undir.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information