Ástæða fyrir nafni? Blöndudalaþing lýsir vel landsvæðinu sem sveitarfélagið nær yfir. Hefur tengingu við Blöndu og einnig dalina sem í sveitarfélaginu eru. Hluti af hinu nýja sveitarfélagi ber það nafn, en annar hluti Ásar og svo hinir einstöku dalir sveitarfélagsins hafa sín sérnöfn. Æskilegt er að nafn sveitarfélaga hafi endinguna byggð eða þing. Grundvallaatriði er síðan að nafnið útilokar ekki og veldur engum vandkvæðum ef fólk nær síðar að sameina allt héraði undir nafninu Húnabyggð eða Húnavatnsbyggð.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation