Skapa huggulegt útisvæði fyrir fólk. Mætti fórna húsinu sem apótekið er í (Garðatorg 5) og jafnvel yfirbyggingunni, og sjá fyrir sér lifandi torg þar?
Huggulegt útisvæði fær fólk til að staldra lengur við.
Ætlaði að skrifa nkl það sömu hugmynd, gæti ekki verið meira sammála að fórna þessu húsi. Það er allt svo falið sem er þarna fyrir innan, hafa þarna grænt svæði þar sem væri hægt að sitja úti á sumrin enda yrði þarna skjólsælt og snýr í suður, jafnvel geta sett upp skautasvell á veturna.
Mætti jafnvel ganga svo langt að fjarlægja bílastæðið (að hluta) eins og gert var þegar HM/EM var, nema varanlega.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation