Það væri mjög hentugt að hafa lítinn leikvöll í öðru hvoru glerhýsinu á Garðatorgi. Myndi nýtast vel sérstaklega þegar veður er vont líkt og gerist oft á okkar ylhýra landi.
Væri gott að geta komist út með litlu börnin á leiksvæði þrátt fyrir vont veður, líkt og gerist oft. Glerhýsin eru bæði falleg og hlý en lítið líf hefur verið inn í þeim síðustu ár/áratugi og gæti innileikvöllur mögulega bætt það. Innileikvöllur gæti einnig opnað möguleikann fyrir kaffihús að opna inn í glerhýsinu og auka þannig enn frekar á lífið þar inni.
Það væri gaman ef hægt væri að vinna leikvöllin með íslenskum hönnuðum eins og til dæmis Þórunni Árnadóttur sem unnið hefur mikið með netagerðarmönnum fallegar rólur, sippubönd, hengirúm og fleira. https://plainmagazine.com/thorunn-arnadottir-turns-leftover-fishing-net-materials-into-swings-and-hammocks/
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation