Torg fyrir fólk

Torg fyrir fólk

Hefur þú prófað að fá þér ís eða kaffi á Garðatorgi og setjast út á torgið í sólinni? Ég prófaði það í sumar með börnunum mínum. Það eru borð og bekkir til staðar, blóm og nokkur tré, en samt er það ekki huggulegt og eitthvað sem ég sé ekki fyrir mér að gera aftur. Hvers vegna? Jú, því við sátum á miðju bílastæði. Hjarta Garðatorgs er jú bara bílastæði. Mengun, hávaði, ótti við að vera ekinn niður. Setja mætti fatlaðrastæði í jaðra torgsins en skilja sjálft torgið eftir fyrir fólk, ekki bíla.

Points

Hjarta torgsins á að vera fyrir fólk, ekki bíla. Það opnast ótal möguleikar á að nýta torgið fyrir fólk, þegar bílastæðin ofan jarðar eru farin. Foreldrar geta drukkið kaffi á meðan börnin leika sér í litlum leikvelli. Torgið getur orðið áningarstaður fyrir fólk á öllum aldri sem er í göngu eða hjólatúr um bæinn. Hægt að fá sér að borða, kaffi, ís, versla í matinn eða bara sitja í huggulegu umhverfi og fylgjast með mannlífinu. Þetta gerist ekki í dag á meðan hjarta torgsins er bílastæði.

Þetta er ég ánægður með! Bílastæði undir torginu og torgið sjálft fyrir fólk :-)

Sammála, sammála. Torg fyrir fólk, gott að vera í Garðabæ en áherslan virðist vera á bíla en ekki fólk.

Það vantar sárlega kaffihús og grænt svæði á Garðatorgi. Mesta skjólið og sólin er við svæðið á milli Bónus og Lyfju. Þetta er tilvalið svæði fyrir kaffihús (gamla bankaútibúið og glertorgið) sem gæti haft útisvæði móti bílastæðunum sem vikju. Bílastæðakjallarinn er vannýttur. Leiksvæði og gosbrunnur væri tilvalið á hluta bílastæðisins.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information