Á milli Brekkubrautar og Heiðarsbrautar er skjólsæll reitur sem eitt sinn var leikvöllur. Svæðið er nú í órækt og gömul, skemmd leiktæki þar. Auðvelt væri að leggja þar mjúkt undirlag og vera með lokanleg hlið svo minnstu manneskjurnar okkar geti hlaupið svolítið frjálsar um skemmtilegan leikvöll án þess að geta stungið foreldra sína af.
Leikvellir Akraness hafa legið undir skemmdun af vanrækslu alltof lengi. Leikvellir eiga að vera eins konar hverfiskjarnar þar sem börn og foreldrar geta safnast saman og kynnst. Það er ekki nóg að hola niður rennibraut og sandkassa, þessu þarf að sinna og viðhalda. Niðurnýdda leikvelli má finna upp og niður allan Skagann, myndi svo aldeilis lífga upp á bæjarlífið okkar að vera með skemmtilega litla leikvelli inni í hverfunum í stað draugarólóanna sem eru núna.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation