Hugmyndin er þessi: Bæta við merkingu og kynningu á útilistaverkum í bæjarlandinu, merkja áhugaverða staði og hús sem gaman væri að skoða viðsvegar um bæjarlandið (og segja sögu þeirra), merkja hús í bænum með húsanafni og byggingaári, setja upp samhliða núverandi götuheitum nöfnin á götunum eins og þær hétu hér á árum áður. Útbúa gögnu/hjólakort með mismunandi leiðum þar sem hægt væri að lesa stutta kynningu á ofanskráðu en samhliða væri settur QR-kóði þar sem væri meiri umfjöllun.
Göngu- og hjólakort vantar á Akranesi. Hægt er að gera mikið meira úr sögu bæjarins og einstakra viðkomustaða í bænum sem gætu verið fræðandi og skemmtilegt að vita um leið að gera skemmtilegt útivistarkort. Listaverkin í bænum skipta tugum, saga þeirra og hver höfundurinn er þarf að koma betur fram. Mörg hús í bænum hafa nafn, gaman væri að merkja húsin betur og jafnvel gefa nýjum húsum nafn. Gömlu götu nöfnin hafa einnig að geima sögu sem gaman væri að koma á framfæri með merkingum.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation