Torfæru og kappaksturbraut fyrir fjarstýrða bíla. Fjarstýrðir bílar eru vaxandi sport hér á landi. Það er frekar lítill startkostnaður í þessu og getur hentað fyrir alla fjölskylduna. Hægt er að vera með svokallaða crawler bíla sem keyra hægt og eru yfirleitt hafðir sem raunverulegastir en svo er líka hægt að vera með bíla sem líkjast torfærubílum og komast hratt.
Það geta allir tekið þátt sem hafa áhuga. Auðvelt er að koma upp svona braut á litlu svæði þar sem bílarnir eru ekki stórir. Hægt er að vera með mismunandi undirlag eins og sand, mold og möl sem kostar lítið sem ekkert að fá og sækja.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation