Setja í reglugerð í leik- og grunnskólum landsins að börn fái D-vítamíngjafa á hverjum degi með meðfylgjandi fræðslu um hvers vegna það er mikilvægt að taka inn D-vítamíngjafa á breiddargráðu 64°N.
Rannsóknir á Íslandi sýna svo um verður ekki vilst að helmingur þjóðarinnar er með D-vítamínskort með tilheyrandi afleiðingum. Nýjar rannsóknir á meðgöngu sýna að konur innbyrða ekki nægilegt D-vítamín á meðgöngu og aðrar rannsóknir staðfesta þekkingarleysi meðal Íslendinga varðandi mikilvægi inntöku D-vítamíngjafa, þekkingarleysi á áhrifavöldum D-vítamíns og hvar við fáum það úr fæði. Það ætti að vera forgangsmál að setja meira fé í forvarnir í lýðheilsu og innleiða D-vítamíngjafa í skólum.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation