Útileikvöllur í Kórahverfi

Útileikvöllur í Kórahverfi

Það vantar stærri útileikvöll í Kórahverfi. Leikvöllur sambærilegur þeim sem er við Ársali myndi sóma sér vel í t.d. Austurkór þar sem nú er afar lítill leikvöllur (og þar er engin ungbarnaróla). Fáir valmöguleikar eru í göngufæri í Kórum á þeim tíma sem leikskólar eru opnir en frábært væri að fá að minnsta kosti einn stóran völl í göngufæri innan hverfisins þar sem finna mætti öll helstu leiktæki s.s. kastala, ungbarnarólu auk venjulegra/dekkjarólu, trampólín í jörðu, snúnings&rugguleiktæki.

Points

Sammála þessu en ég myndi vilja fá leikvöllinn á auða svæðið hjá Tröllakór hliðina á hoppubelgnum

Sammála þessu - og þá hafa leikvöll í kringum Austurkór eða bæta/breyta þeim leikvöllum sem fyrir eru. Leikvöllur fyrir neðan Álmakór er gott dæmi þar sem hægt væri að koma svona flottum leikvelli fyrir með þau yngstu í huga (ungbarnaróla og rennibraut þar sem lítil kríli geta sjálf brölt upp)

Margir foreldrar í Kópavogi eru heima með börn upp að 2ja ára aldri og því mikilvægt að útvega afþreyingu fyrir þau sem stuðlar að útivist og heilbrigði.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information