Klifurstaurar í Guðmundarlund

Klifurstaurar í Guðmundarlund

Setja upp klifurstaura í Guðmundarlundi (í líkingu við þann sem er hér á myndinni og má finna í Kjarnaskógi) Hægt er að nýta staurana við klifur en að auki geta þeir verið nýttir sem stoðir fyrir tímabundna skjólveggi, til að hengja á striga og margt fleira sem gæti meðal annars nýst við kennslu, í Jólalundinum og við fleiri tækifæri. Ódýr lausn með marga möguleika.

Points

Myndi nýtast mörgum hópum sem þegar nýta sér Guðmundarlund til útivistar, skemmtunar og til kennslu. Klifurstaurarnir einir og sér eru skemmtilegt og þroskandi tæki en nýting þeirra á fleiri vegu gefur fleiri hópum kost á að nýta þá til alls konar vinnu. Það er því mikilvægt að huga að þessum þáttum þegar uppsetning þeirra, fjöldi og staðsetning er ákveðin.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information