Mikill fjöldi íbúa í Urriðarholti eru hundaeigendur og hef ég kynnt þessa hugmynd í feisbook hópi hundavina í Urriðarholti. Það voru allir sammála um að það væri mikil vöntun á hundagerði í hverfið svo hægt sé að ganga með hundana í taum að gerðinu og leifa þeim svo að hlaupa frjálsum í leik við aðra hunda innan gerðisins. Á meðan geta hundaeigendur spjallað og kynnst betur. Ég legg til að þetta hundagerði verði staðsett í smá brekku fyrir ofan matjurtagarðana og fyrir neðan Flóttamannaveginn.
Hundagerði er góður samkomustaður fyrir hunda og eigendur þeirra og hvetur til góðrar samveru og gerir gott samfélag innan hverfisins betra
Frábær leið fyrir hunda og eigendur að kynnast í hverfinu :)
Gott fyrir hundaeigendur og hundana i hverfinu
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation